top of page
Heim: Welcome

GOLDBOND GOLF

EKKI FYRIR NÝLIÐA

KorpaPanorama.jpeg

HVAÐ ER GOLDBOND GOLF?

GOLDBOND GOLF er föngulegur hópur miðaldra karlmanna sem hefur ástríðu fyrir golfi. Uppruna hópsins má rekja til þess þegar fjórir Verslingar lögðu land undir fót árið 2001 til að spila golf. Ferðinni var heitið Heim, til uppruna golfsins þar sem Björn Víglundsson, Guðni Hafsteinsson, Helgi Ingólfur Eysteinsson og Rafnar Hermannsson léku Old Course í St Andrews og Cournoustie í Skotlandi. Þessir tveir vellir eru hluti af "The Open Rota" en það eru vellir sem Opna Breska meistaramótið hefur verið spilað á.  Það er ekki alveg á hreinu hvort það hafi verið hrifningin af írska rúgbrauðinu eða Links golfinu sem varð til þess að í þessari ferð settu menn sér það markmið að spila alla Links velli sem hafa verið hluti af Open Rota frá upphafi. Síðan þá hefur Föruneyti Opna Hringsins farið á hverju ári til Bretlands í rúgbrauð og golf. Árið 2018 lauk svo Skotlands/Englands hringnum þegar leikið var á Royal Birkdale í Southport á Englandi. Til stóð að ljúka Open Rota með ferð til Norður-Írlands á Royal Portrush árið 2020 en það þurfti Corona heimsfaraldur til að koma í veg fyrir þau plön en verkefninu lauk árið 2022.
Föruneyti fjórmenninganna hefur undið jafnt og þétt uppá sig. Hópurinn hefur stækkað töluvert og leiknir hafa  verið 84 vellir í Bretlandi.
En það er ekki bara í löndum Breska kongungdæmisins sem hópurinn spilar golf. Golfklúbbur Reykjavíkur er heimaklúbburinn og leikið er að jafnaði á þriðjudögum yfir sumarið. Hópurinn er einnig duglegur að heimsækja aðra velli.
Allt frá fyrstu ferð fjórmenninganna til St Andrews hefur þessi saga verið skráð í máli og myndum. Fyrstu ferðirnar voru festar á Kodak filmur en síðan tók stafræna byltingin við. Tölfræðin hefur fylgt hópnum frá fyrstu höggum og hefur verið samviskusamlega haldið utanum skor, punkta, forgjöf, hittar brautir, flatir og pútt. Máltæki sem er vel þekkt innan hópsins og er nú orðið að ófrávíkjanlegri reglu er að "það deilir enginn við Excel".  Tuttugu ár hafa gefið af sér þúsundir mynda og ansi mörg megabæti af tölfræðigögnum og er það m.a. markmið með þessum vetvangi að gera þau aðgengileg á myndrænan hátt og veita þannig innsýn inní þessa golfsögu.

GH.JPG

"You come from a place where men are men and sheep are nervous."

Mr. McLardy - JUG 2002

Póstlisti

Takk fyrir áhugann!

  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2020 by Goldbond Golf.

bottom of page